Brúðkaup

Gerðu daginn og/eða veisluna að því sem það á skilið að vera

Brúðkaup - skemmtiatriði - athöfn - brúðkaupsathöfn - brúðkaupsveisla - lifandi tónlist - trúbador - DJ - plötusnúður

Athöfn: Við mætum ávallt tímanlega fyrir athöfn, stillum upp, tökum hljóðprufu (e. soundcheck) og göngum úr skugga um að allt sé eins og það á að vera. Í brúðkaupsathöfn eru 2-3 lög viðmiðið. Við viljum benda á að Trúbbi vinnur með söngkonum og undirleikurum hafir þú sér óskir.

Fordrykks tónlist: Við tökum að okkur að flytja lögin sem þú þekkir í lágstemdum búningi sem hljómar í bakgrunninum þegar fólk er að mæta í veisluna og skapa með því ríkari upplifun brúðkaupsgesta. Bæði með gítarleik og með tríó hljómsveitum okkar.

Dinner tónlist: Við tökum að okkur að flytja lögin sem þú þekkir í afar lágstemdum búningi sem hljómar í bakgrunninum yfir kvöldverði sem eykur upplifunina til muna. Bæði með gítarleik og með tríó hljómsveitum okkar.

Brúðkaupsveisla: Viltu fá hina klassísku trúbador stemningu, eðal ball með hljómsveit eða lifandi dansgólf með DJ setti í brúðkaupsveisluna? Við tökum að okkur brúðkaupsveislur og höldum uppi stuðinu í allt að 1-2,5 klst.

Skemmtiatriði: Skemmtiatriðið okkar virkar þannig að maður frá okkur kemur inn af krafti og nær fólkinu vel í gírinn með bráðskemmtilegu singalong og t.d. söngkeppni á milli kynja eða borða og rífur þannig vel upp stemninguna. Viltu vera frumleg/ur og gefa verðandi hjónum og öðruvísi brúðargjöf í formi upplifunar? Þá er þetta tilvalin leið

Allt tónlistartengt fyrir brúðkaupið á einum stað. Í þessari þjónustuleið bjóðum við fimm gerðir af þjónustu; athöfn, brúðkaupsveislu, fordrykks tónlist, dinner tónlist og að mæta sem skemmtiatriði. Einnig getur þú bókað hljómsveit eða Plötusnúð/DJ í brúðkaupsveisluna.

Lýsing

Er stóri dagurinn á döfinni? Það hefur sýnt sig og sannað að lifandi tónlistarflutningur er hreinlega ómissandi hluti af upplifuninni. Við gerum ykkar dag að því sem hann á skilið að vera og bjóðum upp á frábærar lausnir til að gera daginn ógleymanlegan. Hér að neðan er nánari lýsing á brúðkaupsþjónustum okkar.

Brúðkaupsveisla: Ca 1-2klst - Skemmtiatriði: Ca 25mín

Meðfærilegt lítið hljóðkerfi innifalið. Vantar hljóðkerfi/hljóðmann fyrir brúðkaupsveisluna? Við getum græjað það