Plötusnúður/DJ
Fáðu fjör í dansgólfið og alvöru stemningu með plötusnúð
Ert þú að leita að plötusnúð fyrir viðburðinn? Plötusnúður er tilvalið fyrir starfsmannaskemmtanir, brúðkaupsveislur, árshátíðir eða önnur tilefni. Plötusnúður frá Trúbba er hokinn af reynslu og hristir vel í dansgólfinu. Bókaðu plötusnúð sem kann til verka á þinn viðburð.
Lýsing
Plötusnúður frá Trúbba mætir með partýið til þín, hristir vel í dansgólfinu og kemur fólkinu í dans gírinn. Plötusnúðar okkar (sjá hér að neðan) geta sumir séð um veislustjórn sjá veislustjórn
Við leggjum allan okkar metnað í að veita trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og skemmtanir/viðburði/tilefni þeirra.
Vantar hljóðkerfi? Við getum græjað það
1-2klst
Einn farsælasta útvarpsmann okkar Íslendinga hann Heiðar Austmann þarf varla að kynna en hann er ávallt með puttann á púlsinum og spilar lögin sem þú vilt dansa við. Heiðar kemur með fjörið í viðburðinn þinn og dansgólfinu í réttan gír
Bragi Guðmundsson (DJ Bragi) á Bylgjunni hefur áratuga reynslu sem plötusnúður og þekkir starfið vel og hefur spilað á hundruð viðburða. Sérgrein og styrkur Braga er að spila fyrir breiðan aldurshóp og er hann jafnvígur á Donnu Summer og Hr. Hnetusmjör.
Rikka G þarf ekkert að kynna fyrir ykkur en hann mætir galvaskur með fjörið í viðburðinn/tilefnið eins og honum einum er lagið og þeytir skífurnar eins og enginn sé morgundagurinn