Um Trúbba
Við hjá Trúbba státum af yfir áratuga reynslu við að koma fram og erum tilbúin fyrir kallið. Við leggjum ríka áherslu á áreiðanlega þjónustu sem og fagmannleg vinnubrögð. Trúbbi er tónlistarþjónusta sem sérhæfir sig í lifandi tónlistarflutningi, stofnuð af Arnari Má Friðrikssyni árið 2021. Hugmyndin spratt upphaflega upp árið 2011 en Arnari fannst vanta einfaldan og hentugan vettvang til þess að veita þjónustu á sviði lifandi tónlistar. Lifandi tónlist gefur öllum viðburðum ríkari upplifun og er einfaldlega mun skemmtilegri.
Maðurinn á bak við Trúbba
Hæ, ég heiti Arnar Friðriksson, oft kallaður Arnar Friðriks og er maðurinn á bak við Trúbba.
Ég er frumkvöðull, algjört fótboltanörd og hef unnið í tónlistarbransanum í á annan áratug. Tónlist hefur alla tíð verið köllun mín í lífinu og það að standa frammi fyrir fólki og koma fram er eitthvað sem er í mínu erfðaefni.
Í gegnum árin þá hef ég unnið sem trúbador, komið fram á sviði, samið tónlist og gefið út tónlist. Einnig hef ég farið í tónleikaferðalög bæði innanlands og utan landsteinanna.
Það má því segja að ég þekki bransann út og inn.
Hér að neðan má sjá það sem stendur upp úr af mínum ferli
2007
Söngkeppni framhaldsskólanna
Ég tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbraut við Ármúla árið 2007 þar sem ég lenti í öðru sæti. Gaman er að segja frá þvi að í undankeppninni steig ég einmitt mín fyrstu skref í tónlist og söng opinberlega í fyrsta sinn.
2008
Bandið hans bubba
Margir kannast við mig úr þáttaröðinni Bandið hans Bubba sem sýnd var á stöð 2, þar sem ég lenti í öðru sæti. Þessi upplifun var lærdómsrík og alveg hrikalega skemmtileg.
2009
Ameríku túr
Í kjölfar þess að hafa tekið þátt í Bandinu hans Bubba byrjaði ég í íslensku rokkhljómsveitinni Dust. Hljómsveitin var með plötusamning í Bandaríkjunum og við fórum þangað í þræl skemmtilegt tónleikaferðalag.
2010
Stórtónleikar á Nasa
Eftir að fregnir bárust af jarðskjálftanum á Haítí árið 2010 fann ég mig knúinn að reiða fram hjálparhönd og blés til styrktartónleika. Á tónleikunum komu fram yfir tuttugu af ástsælustu listamönnum/hljómsveitum þjóðarinnar.
2015
Guns & Roses Tribute tónleikar
Árið 2015 fóru fram heiðurstónleikar Guns & Roses í Háskólabíó. Þar kom ég fram fyrir fullum sal ásamt Stebba Jak, Jenna úr Brain Police, Snorra Snorrasyni og frábærri hljómsveit. Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt.
2016
Em 2016
Ég hef verið í stóru hlutverki hjá íslensku stuðningssveitinni Tólfunni og hef hjálpað til við að gera Víkingaklappið ódauðlegt, en ég leiddi einmitt klappið víðfræga á Arnarhóli.