Pöbbkviss
Pöbbkviss með kassagítar, söng og gleði
Pöbbkviss Trúbba er bráðskemmtileg upplifun þar sem keppni og skemmtun mætast og er tilvalin lausn fyrir fyrirtækjaskemmtanir, starfsmannagleði, partý, vinahópa og fyrir hópefli. Trúbador frá okkur mætir og sér um fjörið.
Lýsing
Pöbbkvissið hjá Trúbba er einfaldlega skemmtilegra vegna þess að gítarinn er auðvitað með í för og gerir það meira lifandi og hresst. Pöbbkvissið er eins og skilja má frekar tónlistarmiðað en samt sem áður mjög fjölbreytt. Við viljum koma því á framfæri að það er þeim mun skemmtilegra að vera með vinninga fyrir sigurvegara og við mælum eindregið með því en það er hins vegar ekki í umsjá Trúbba. Viltu bæta við frábæru uppistandi eða lifandi tónlist á undan eða á eftir pöbbkvissinu - það er ekkert mál - þú bara velur það í bókunar forminu
Við leggjum allan okkar metnað í að veita trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og skemmtanir/viðburði/tilefni þeirra.
Pennar(afnot)+blöð innifalið
Meðfærilegt lítið hljóðkerfi innifalið. Vantar stærra hljóðkerfi? Við getum græjað það
Tími: Ca 1-1,5klst