Gæsun - steggjun
Gerðu gæsunina/steggjunina skemmtilegri
Er gæsun eða steggjun á döfinni? Fáðu þá trúbador í fjörið. Við rífum fram fínu skóna og mætum í partýið en heimsóknir okkar í þessar skemmtanir hafa slegið í gegn í gegnum tíðina.
Lýsing
Í þessari þjónustuleið er um að ræða 30 eða 45 mínútna trúbador partýstemningu þar sem sungnir eru saman bráðskemmtilegir slagarar, skellt í fjöldasöng og dansað þar sem bros og gleði er við völd. Við elskum líka þegar gæsin/steggurinn er fengin/n upp á svið, en það er einmitt stórskemmtilegt þegar það gerist.
Við leggjum allan okkar metnað í að veita trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og skemmtanir/viðburði/tilefni þeirra.
Veldu 30 eða 45mín
Meðfærilegt lítið hljóðkerfi innifalið