Töframaður
Blástu lífi í tilefnið með bráðskemmtilegri töfrasýningu
Ert þú að leita að bráðskemmtilegu atriði fyrir viðburðinn? Töframaður frá Trúbba er tilvalin lausn fyrir árshátíð fyrirtækja, starfsmannahópa, afmælið eða önnur tilefni.
Lýsing
Bókaðu töfrasýningu sem mætir beint til þín, kemur öllum í gírinn og skilur þig eftir dáleidda/n. Einnig bjóðum við upp á að bóka lifandi tónlist/trúbbafjör eins og þú þekkir það að lokinni töfrasýningu.
Við leggjum allan okkar metnað í að veita trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og skemmtanir/viðburði/tilefni þeirra.
Töfrasýning er ca 20-25mín - Töfrasýning með lifandi tónlist er allt að 1klst
Meðfærilegt lítið hljóðkerfi innifalið. Vantar stærra hljóðkerfi? Við getum græjað það. ATH. Töframenn okkar geta þurft sérstaka flugu míkrafóna sem leigjast sér
Ingó Geirdal hefur starfað sem atvinnutöframaður í fjóra áratugi og
komið fram á fjölmörgum skemmtunum og í sjónvarpsþáttum víða um heim. Hann er einnig þekktur fyrir að fara fimum fingrum um gítarinn í rokksveitinni DIMMU. Ingó býður upp á galdraskemmtun sem Rokkar! Ingó kemur með töfrasýninguna beint í viðburðinn/tilefnið hjá þér.
Bjarni Töframaður hefur masterað það sem enginn getur leikið eftir þar sem hann samtvinnar grín og töfra en hann hefur hefur í áratugi bæði kitlað hláturtaugar landsmanna og skemmt fólki með frábærum brellum. Bjarni kemur með argandi fyndið töfrashowið og/eða lifandi tónlistina beint í viðburðinn/tilefnið hjá þér.