Live karíókí - karíókí - karaoke - syngdu með kassagítarnum - Trúbador

Live karíókí

Ekki þetta venjulega karíókí ónei, þú syngur með kassagítarnum

Hver elskar ekki að taka hljóðnemann og syngja úr sér lífið eða jafnvel mana aðra upp á svið? Live karíókí er stórskemmtileg leið fyrir hópa til að skemmta sér saman og er tilvalin lausn fyrir gæsanir, starfsmannagleði, vinahópa og fyrir hópefli.

Lýsing

Live karókí hjá okkur virkar einfaldlega þannig að trúbador frá okkur mætir á svæðið með troðnar söngmöppur af bæði íslenskum og erlendum lögum, fólk velur og syngur síðan með kassagítarnum. Það er bara svo miklu skemmtilegra.

Við leggjum allan okkar metnað í að veita trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og skemmtanir/viðburði/tilefni þeirra.

Hljóðnemar innifalið

Meðfærilegt lítið hljóðkerfi innifalið. Vantar stærra hljóðkerfi? Við getum græjað það

Veldu 1 eða 1,5klst