skilmálar
Trúbbi býður upp á þjónustu á tónlistarupplifun fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Með skilmálum okkar verndum við báða aðila viðskiptasambands milli Trúbba og viðskiptavinar, drögum úr hættunni á að misskilningur eða mistök eigi sér stað auk þess að tryggja að bókanir séu á réttum rökum byggðar. Skilmálarnir eru staðfestir í lok bókunar. Við bendum vinsamlega á að þú ert beðin(n) um að staðfesta að þú hafir lesið skilmálana í lok bókunar áður en hún er send til okkar, en þar þarf sérstaklega að haka við.
Skilmálarnir hér að neðan eru í samræmi við 16/2016: Lög um neytendasamninga og 48/2003: Lög um neytendakaup og gilda um kaup viðskiptavina á þjónustu Trúbba.
Seljandi
Trúbbi ehf
Fyrirtækjaupplýsingar
Nafn: Trúbbi
Sími: 454-8660
Netfang: trubbi@trubbi.is
Kt: 471021-0670
Kaupandi
Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem greiðandi á reikning. Að gefnu tilefni viljum við ávíta að greiðandi verður að vera fjárráða s.s. 18 ára eða eldri.
Tengiliður bókunar
Sá aðili sem útfyllir bókun á www.trubbi.is er um leið skráður fyrir bókuninni. Þessi aðili þarf að vera til taks varðandi bókun á þjónustu. Dæmi: Brúðhjón, starfsmannastjóri eða framkvæmdastjóri.
Tengiliður á staðnum
Sá aðili sem verður á staðnum þar sem viðburður fer fram og til taks fyrir samskipti þegar við mætum á svæðið. Dæmi: veislustjóri í brúðkaupi, kirkjuvörður fyrir brúðkaupsathöfn eða vinur þess sem er að halda viðburð/afmæli.
Persónuvernd
Seljandi (Trúbbi) fer með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og þá eru þær einungis nýttar í viðskiptum milli Trúbba og kaupanda. Upplýsingarnar sem Trúbbi fær frá sínum viðskiptavinum eru ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Tölvupóstur persónuverndarmála er personuvernd@trubbi.is. Sjá persónuverndaryfirlýsingu í heild sinni hér
Öryggi
Allar greiðslur fara í gegnum ferli í heimabanka kaupanda og upplýsingar eru ekki veittar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Bókanir og greiðslur
Einstaklingar
Bókun berst – tilboð sent - tilboð samþykkt - staðfestingargjald
Bókanir fara í gegnum bókunarkerfi á heimasíðu okkar. Í kjölfar bókunar sem Trúbbi móttekur sendir Trúbbi frá sér tilboð í tölvupósti. Sé tilboð staðfest greiðir kaupandi staðfestingargjald að upphæð 20.000. Staðfestingargreiðsluseðil skal greiða fyrir lok næsta dags frá samþykktu tilboði nema um annað sé samið. Bókun telst ekki fullkláruð fyrr en greiðsla hefur borist til Trúbba. Engar áhyggjur, við tökum tímann þinn frá á meðan svo aðrir geti ekki bókað hann. Þegar þjónusta hefur farið fram fær kaupandi seinni hluta greiðsluseðils sendan í heimabanka þar sem eindagi og gjalddagi er settur sjö dögum síðar. Ef þjónusta er framkvæmd á laugardegi eða sunnuegi er eindagi/gjalddagi settur föstudegiunum næsta þar á eftir. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Fari upphæð bókunar yfir 200.000kr er staðfestingargjald 20% af upphæð bókunar.
Fyrirtæki og félög
Bókun berst – tilboð sent - tilboð samþykkt - samkomulag
Bókanir fara í gegnum bókunarkerfi á heimasíðu okkar. Í ljósi þess að fyrirtæki eru oftar en ekki með flóknara greiðsluumhverfi bjóðum við þeim að haga greiðslum á annan veg. Bókanir fara í gegnum bókunarkerfi á heimasíðu okkar. Í kjölfar bókunar sem Trúbbi móttekur sendir Trúbbi frá sér tilboð í pdf formi á tölvupósti. Sé tilboðið samþykkt verður gert samkomulag um greiðslu. Engar áhyggjur, við tökum tímann þinn frá í sólarhring frá því að bókun berst til okkar.
Afbókunarskilmálar
Vegna eðli þjónustunnar áskilur Trúbbi sér þeim rétti að vera með afbókunargjald á þjónustu sinni. Kaupandi getur ekki fallið frá samningi án þess að virða afbókunarskilmála Trúbba. Ákveði kaupandi af einhverjum ástæðum að hætta við áður en þjónustan er innt af hendi þá eru þeim málum háttað eins og tekið er fram í afbókunarskilmálunum hér fyrir neðan. Afbókunarskilmálar okkar eru til þess að tryggja að bókanir sem okkur berast séu á réttum rökum byggðar og í þeim tilgangi að við getum mannað gigg sem þörf er á og haldið spilaáætlun okkar eins og hún er.
Ef svo ólíklega kæmi til að Trúbbi neyðist til að afbóka vegna veikinda og að ekki náðist tónlistarmaður til að fylla í skarðið, eða vegna veðurs eða óumflýjanlegra aðstæðna á borð við heimsfaraldur að þá endurgreiðum við að sjálfsögðu að fullu. Við biðjum að auki um biðlund í þessum málum vegna eðli þjónustunnar.
Afbókunarskilmálar gilda ef kaupandi afbókar og eru sem segir:
Einstaklingar
Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt
Fyrirtæki
Afbókun frá bókunardegi - 8 dögum fyrir:: Kaupandi fær greiðsluseðil upp á 20% af heildarupphæð bókunar
Afbókun 4-7 dögum fyrir: Kaupandi fær greiðsluseðil upp á 35% af heildarupphæð bókunar
Afbókun 2-3 dögum fyrir: Kaupandi fær greiðsluseðil upp á 50% af heildarupphæð bókunar
Afbókun degi fyrir eða samdægurs: Kaupandi fær greiðsluseðil upp á 100% af heildarupphæð bókunar
Breyta dagsetningu á bókun
Ef þörf er á því að breyta dagsetningu á bókun hafðu þá samband við okkur eins fljótt og unnt er. Við munum reyna okkar besta en getum ekki lofað neinu. Ef ekki er hægt að finna nýja dagsetningu þá gilda afbókunarskilmálar.
Verð og verðbreytingar
Öll verð sem fylgja tilboðum eru gefin upp í íslenskum krónum (ISK) án VSK þar sem að þjónusta þessi er ekki VSK skyld og því leggst virðisaukaskattur ekki ofan á verðtilboð. Verð sem fylgja tilboðum til viðskiptavina í tölvupósti eru gefin með fyrirvara um innsláttarvillu og áskilur Trúbbi sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp.
Ógreiddir reikningar
Ef reikningur er ekki greiddur áður en að greiðsluseðill fellur úr gildi fellur pöntunin úr gildi. Engar áhyggjur, þú getur alltaf prófað að bóka aftur hins vegar.
Eðli tiltekins viðburðar
Enginn viðburður er eins og því er mikilvægt að taka skýrt fram hverju er verið að óska eftir þjónustu okkar í. Til dæmis þá er ekki í lagi að bóka venjulegt trúbb í partý eða starfsmannagleði frá okkur og síðan kemur trúbadorinn á svæðið og þarf að spila í brúðkaupsveislu eða athöfn. Það felur í sér allt annan undirbúning og öðruvísi klæðaburð.
Staðsetning
Ef staðsetning viðburðar er utan höfuðborgarsvæðis og bókun þess eðlis að hún krefst ferðaáætlunar s.s. gistingar og uppihalds bætist sá kostnaður við tilboðið frá Trúbba.
Gjafabréf
Pöntun/kaup
Pöntun/kaup eru staðfest um leið og greiðsla sem hefur borist kaupanda í heimabanka hefur verið greidd. Staðfestingin verður send á það netfang sem viðskiptavinur gefur upp.
Önnur þjónusta, skil og uppfærslur
Kaupandi getur notað gjafabréfið upp í allar þjónustuleiðir Trúbba og greiðir mismuninn sé hann til staðar. Ef nota á gjafabréfið í aðra þjónustu en keypt var skal láta okkur vita þegar handhafi gjafabréfs hefur samband við okkur til að bóka þjónustu okkar. Kaupandi getur skilað gjafabréfi og fengið endurgreitt innan 14 daga frá því gjafabréf er keypt á www.trubbi.is.
Gildistími
Enginn gildistími er á gjafabréfum Trúbba og gildir á meðan fyrirtækið er starfrækt.
Staðsetning
Gjafabréf frá Trúbba gildir innan höfuðborgarsvæðis. Ef nýta á gjafabréfið utan höfuðborgarsvæðis bætist við utan höfuðborgarsvæðisgjald.
Nýting gjafabréfs
Þegar nýta á gjafabréf skal handhafi gjafabréfs bóka þjónustu okkar með sem mestum fyrirvara svo að Trúbbi geti hafi lausan trúbador til að senda frá sér.
Vantar þig frekari upplýsingar? Hafðu þá samband við okkur í síma 454-8660, sendu okkur póst á trubbi@trubbi.is eða sendu okkur skilaboð á Facebook.