Þjónustuleiðir okkar
Tónlistar- og skemmtilausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það hefur aldrei verið einfaldara að bóka trúbador, hljómsveit eða aðra skemmtun. Lifandi tónlist er okkar fag og við höfum upp á margt skemmtilegt að bjóða. Þjónustuleiðir okkar eru fjölbreyttar og skemmtilegar og ná til flestra tegunda af viðburðum, allt frá því að fá trúbador, hljómsveit, plötusnúð/DJ eða veislustjóra í viðburðinn, bóka Live karíókí, Pöbbkviss, töfrasýningu eða uppistand fyrir hópinn eða fyrirtækið yfir í það að sjá um árshátíð fyrirtækja eða aðra viðburði frá A-Ö. Kíktu á þetta allt saman hér fyrir neðan:
Lifandi tónlist
Hið hefðbundna trúbb fyrir viðburðinn þinn. Við mætum með kassagítarinn og slagarana. Bættu við uppistandi eða töfrasýningu
Árshátíð fyrirtækja / stærri viðburðir
Láttu okkur sjá um dagskrána
Veislustjóri
Veislustjóri frá Trúbba kemur með grínið, leikina og fjörið til þín
Hljómsveitir
Hljómsveit eða Tríó Ball hljómsveit fyrir minni viðburði. Við græjum hljómsveit í viðburðinn þinn
Uppistand
Það er fátt betra fyrir viðburði en eðal uppistand. Hægt að bæta lifandi tónlist við
Partýstjóri
Partýstjóri Trúbba kemur með alvöru skemmtun sem bara hreinlega getur ekki klikkað. Fáðu fjöruga leiki, lifandi tónlist og almennan kjánaskap í þinn viðburð
Plötusnúður/DJ
Fáðu alvöru stemningu á dansgólfið og komdu hópnum í gírinn með geggjuðu DJ setti.
Tríó-band með saxafón eða 50’s ívafi
Hugljúf og lágstemmd fordrykks/dinner tónlist sem eykur upplifunina
Pöbbkviss
Pöbbkviss er tilvalið fyrir fyrirtækjaskemmtanir, starfsmannagleði, partý, vinahópa og hópefli
Live karíókí
Ekki þetta hefðbundna karíókí ónei, þú syngur með kassagítarnum
Töframaður
Töframaður frá Trúbba hristir upp í tilefninu og kemur hópnum í gírinn. Hægt að bæta uppistandi eða lifandi tónlist við
Gæsun - Steggjun
Blástu lífi í gæsa eða steggjapartýið
Dívu moment
Hitaðu upp í mannskapnum með slögurum frá Whitney, Tinu ABBA, Janis og fleiri
Brúðkaup
Allt tónlistartengt fyrir brúðkaupið
Gjafabréf
Gjafabréf frá Trúbba gildir fyrir alla þjónustuliði okkar
Jólahlaðborð og skemmtanir
Fáðu lifandi tónlist, tríó bakgrunnstónlist og/eða veislustjórn í jólagleðina