Dívu moment
Komdu fólkinu í stuð með slögurum frá Whitney, Tinu, ABBA, Janis og fleiri
Dívu moment hentar einstaklega vel sem atriði á árshátíðir, í veislur, brúðkaup, starfsmannagleði eða annars konar skemmtilega viðburði af ýmsum toga. Fáðu Dívu moment á svæðið til að keyra upp stemninguna og koma öllum í góðan gír.
Lýsing
Dívu moment Trúbba virkar þannig að við mætum með kassagítarinn og söngkonu á svæðið. Við spilum undir hjá söngkonunni Ingunni Hlín sem neglir allar þessar dívur eins og enginn sé morgundagurinn. Ingunn Hlín Friðriksdóttir er þaulvön því að koma fram og hefur verið í bakröddum í Eurovision í gegnum árin sem og í fjölda verkefna en þar ber hæst Freddy Mercury tribute í Eldborg. Dívu moment er sniðugt sem atriði fyrir árshátíðir en við bendum á að við getum græjað dagskrána fyrir árshátíðina/viðburðinn frá A - Ö? Allt um það má finna á Árshátíðir - Stærri viðburðir
Við leggjum allan okkar metnað í að veita trausta og fagmannlega þjónustu - Allt til að láta viðskiptavinum okkar líða sem best og gera eins mikið og við mögulega getum fyrir þá og skemmtanir/viðburði/tilefni þeirra.
Meðfærilegt lítið hljóðkerfi innifalið. Vantar stærra hljóðkerfi? Við getum græjað það
25-30mín prógram