Gjafabréf

Gefðu gjöf sem er ekki eins og nein önnur

Gjafabréf - lifandi tónlist - trúbador

Er afmæli, útskrift, veisla, brúðkaup eða eitthvað annað tilefni á döfinni hjá einhverjum nákomnum, vini eða bara þeim sem þér þykir vænt um? Þá er gjafabréf frá Trúbba frábær gjöf til þess að gefa. Þú þarft bara að segja okkur hvernig þú vilt hafa þetta.

Lýsing

Gjafabréf frá Trúbba gildir fyrir lifandi tónlist en ekkert mál er að nota það upp í alla aðra aðra þjónstuliði hjá okkur. Það er bara eitthvað við lifandi tónlist stemninguna sem erfitt er að útskýra og því er þetta einstök gjöf að gefa. Við hjá Trúbba mætum á svæðið með kassagítarinn, slagarana og gerum stundina bæði skemmtilegri og eftirminnilegri enda er lifandi tónlist okkar fag. Þegar þú hefur fyllt út gjafabréfsformið okkar og látið okkur vita hvernig gjafabréf þú vilt sendum við þér verð og í kjölfarið greiðsluseðil í heimabanka viljir þú kaupa. Þar næst verður hægt að sækja gjafabréfið til okkar:)