Gott að vita

  • Trúbbi státar af yfir áratuga reynslu í bransanum og leggjum við mikinn metnað í það sem við gerum. Við leggjum ríka áherslu á bæði persónulega og áreiðanlega þjónustu sem og fagmannleg vinnubrögð. Einnig leggjum við mikla áherslu á að tímasetningar standist og reynum eftir okkar bestu getu að mæta þörfum og óskum viðskiptavina okkar.

  • Að bóka trúbador, hljómsveit eða veislustjóra hefur aldrei verið einfaldara. Eina sem þú þarft að gera er að velja þá þjónustu sem þú ert að leita að, fylla út upplýsingarnar sem við þurfum í bókunarforminu, senda á okkur og við sendum þér síðan tölvupóst með tilboði eins fljótt og unnt er. Við tökum við bókunum alla virka daga frá 09-16.

  • Einstaklingar

    Bókun berst – tilboð sent - tilboð samþykkt - staðfestingargjald  

    Bókanir fara í gegnum bókunarkerfi á heimasíðu okkar. Í kjölfar bókunar sem Trúbbi móttekur sendir Trúbbi frá sér tilboð í tölvupósti. Sé tilboð staðfest greiðir kaupandi staðfestingargjald að upphæð 20.000. Staðfestingargreiðsluseðil skal greiða fyrir lok næsta dags frá samþykktu tilboði nema um annað sé samið. Bókun telst ekki fullkláruð fyrr en greiðsla hefur borist til Trúbba. Engar áhyggjur, við tökum tímann þinn frá á meðan svo aðrir geti ekki bókað hann. Þegar þjónusta hefur farið fram fær kaupandi seinni hluta greiðsluseðils sendan í heimabanka þar sem eindagi og gjalddagi er settur sjö dögum síðar. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.

    Fyrirtæki og félagasamtök

    Í ljósi þess að fyrirtæki eru oftar en ekki með flóknara greiðsluumhverfi bjóðum við þeim að haga greiðslum á annan veg. Bókanir fara í gegnum heimasíðu okkar. Í kjölfar bókunar sem Trúbbi móttekur sendir Trúbbi frá sér tilboð í tölvupósti. Sé tilboðið samþykkt verður gert samkomulag um greiðslu. Engar áhyggjur, við tökum tímann þinn frá í sólarhring frá því að bókun berst til okkar. Þegar þjónusta hefur farið fram fær kaupandi greiðsluseðil sendan í heimabanka þar sem eindagi og gjalddagi er settur sjö dögum síðar.

  • a) Bóka tímanlega: Við mælum eindregið með því að bóka þjónustu hjá okkur tímanlega til þess að dagsetning og tímasetning sé örugg fyrir þig og draga úr þeirri hættu að dagsetning þín sé fullbókuð. Hins vegar vinnur Trúbbi þannig að hægt sé að hagræða tímasetningum eftir bestu getu fyrir báða aðila.

    b) Tími bókana: Þegar bókun hefur átt sér stað og tímasetning (dagsetning + frá og til klukkan) verið ákveðin milli kaupanda og Trúbba þá gildir sú tímasetning. Tónlistarmenn Trúbba mæta tímanlega svo þeir geti hafið flutning á umsaminni tímasetningu. Það er morgunljóst og eðlilegt að tafir geta átt sér stað í veislum en hjá Trúbba höfum við svigrúm fyrir allt að 15 mínútna töf gerist þess þörf. Allar tafir fram yfir það dragast frá umsaminni lengd bókunarinnar. Athugið, gerist þess þörf er lykilatriði hér því tími allra er okkur mikilvægur.

    c) Svörun bókana: Við hjá Trúbba reynum að svara aðsendum bókunum eins fljótt og hægt er eftir að við höfum móttekið þær en svartími miðast við 1-2 virka daga. Ef bókunin er þess eðlis að Trúbbi þarf að skoða gistingu og fararmáta að þá getur svörun tekið lengri tíma.fff

  • Ákveði kaupandi af einhverjum ástæðum að hætta við bókun áður en þjónustan er unnin af hendi þá gilda afbókunarskilmálarnir okkar en þá má finna í skilmálar. Ef þörf er á því að breyta dagsetningu á bókun hafðu þá samband við okkur eins fljótt og unnt er og við reynum að finna út úr því en eðli þjónustunnar vegna er ekki hægt að setja niður ákveðinn ramma varðandi lausnir með það. Ef svo ólíklega kæmi til að Trúbbi neyðist til að afbóka vegna veikinda og að ekki náðist tónlistarmaður til að fylla í skarðið þá endurgreiðum við að fullu. Við biðjum að auki um biðlund í þessum málum vegna eðli þjónustunnar.

  • Þeir trúbadorar og tónlistarmenn sem Trúbbi sendir frá sér eru allir vanir, reynslumiklir og þaulvanir bransanum. Við látum auðvitað vita í tilboðinu frá okkur hvaða trúbador/tónlistarmaður/hljómsveit er laus til að mæta í þína bókun.

  • Verð er breytileg eftir umfangi viðburða, eðli þeirra, staðsetningu, lengd og fleira. Þar af leiðandi getum við ekki haldið utan um verðskrá á vefsíðu okkar. Við tryggjum samt sem áður sanngjarnt verð fyrir okkar gæða tónlistarþjónustu.

  • Tónlistarmenn frá Trúbba koma sjálfir með litla magnara sem þeir spila í gegnum. Um er að ræða meðfærileg lítil hljóðkerfi sem ekki fer mikið fyrir og virkar fyrir heimahús og minni sali. Hljóðkerfið er ekki ætlað fyrir stóra sali. Ef viðburðurinn sem um ræðir er í stóru rými þyrfti helst að vera hljóðkerfi á staðnum. Hægt er að leigja hjá okkur stærra hljóðkerfi sem við getum mætt með á viðburðinn.

  • Enginn viðburður er eins og því er mikilvægt að það komi skýrt fram í fyrirspurninni hverju er verið að óska eftir þjónustu okkar í. Til dæmis þá er ekki í lagi að bóka venjulegt trúbb frá okkur og síðan kemur trúbbinn á svæðið og um er að ræða brúðkaupsveislu sem felur sér annars konar undirbúning og fínni klæðaburð til dæmis.

  • Ef staðsetning viðburðar er utan höfuðborgarsvæðis og bókun þess eðlis að hún krefst ferðaáætlunar s.s. fararmáta, gistingar og uppihalds bætist sá kostnaður við tilboðið frá Trúbba.

  • Í þjónustuleiðum okkar, brúðkaup og jarðarfarir og minningarathafnir er um sérstök tilefni að ræða sem kalla oftar en ekki á það að viðskiptavinur er með ákveðið lag eða lög í huga. Við mælum því sterklega með því að bóka tímanlega svo að tónlistarmaður okkar geti lært lagið/lögin sem beðið er um. Að gefnu tilefni getur Trúbbi ekki tryggt að hægt sé að læra hvaða lag sem er fyrir hvaða tilefni sem er en við gerum hins vegar okkar allra besta til þess að verða við beiðnum.